Sjónvarpsveðurfræðingar

EME Vasaljós

Í þætti af Vasaljósi síðastliðinn laugardag var skyggnst á bak við tjöldin hjá sjónvarpsveðurfræðingi en Einar Magnús sýndi þáttastjórnendum hvernig spáin er gerð. Þetta var mjög skemmtilegt en ég held að uppáhaldið mitt hafi verið þegar þáttastjórnandi stóð fyrir framan kortið og spáði súld og skafrenningi, ekkert sól eða rigning takk fyrir! Það er framtíð í þessari greinilega.

 

 

 Á myndinni hér til hliðar má svo sjá herðatréð mitt eiga stjörnuleik á bak við Einar Magnús. 

 

Annars er gaman að segja frá því að eftir að Guðrún Nína Petersen bættist í hópinn þá er helmingur sjónvarpsveðurfræðinga á RÚV með doktorsgráðu í veðurfræði. Svo hátt menntunarhlutfall hlýtur að vera einsdæmi eða allavega fádæmi hjá sjónvarpsstöðvum. Held að RÚV og áhorfendur geti verið mjög ánægðir með þessa þróun J

 

 

Bestu kveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Já, þetta var skemmtilegur þáttur.

Maður lærir margt af því að horfa á sjónvarpið. Hér er t.d. vísa, sem heitir Norðurljós.

Um hánótt á himni þau loga

í huganum þangað ég klíf.

Í sjónvarpi sá ég hann Boga

og svo birtist þú - Birta Líf.

ÞJÓÐARSÁLIN, 28.1.2014 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birta Líf Kristinsdóttir

Höfundur

Birta Líf Kristinsdóttir
Birta Líf Kristinsdóttir
Veðurfræðingur og áhugamanneskja um veður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vetrarorð
  • Kl. 12 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 09 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 06 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 03 þ. 8. des - SYNOP

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 6230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband