9.2.2014 | 20:42
Tíðarfar í janúar 2014
Í veðurfréttum í kvöld var ég með stutt yfirlit um tíðarfarið í janúar 2014 en kortin komu ekki nógu vel út þar sem hluti textans datt út fyrir myndina. Hér eru kortin hins vegar óbrengluð.
Það sem helst var óvenjulegt við veðrið í janúar var hversu hlýtt var fyrir austan ásamt mikilli úrkomu. Úrkoman var að mestu rigning en enginn dagur var alhvítur á Dalatanga og m.a.s 28 dagar alauðir þar. Á Akureyri voru hins vegar allir dagar alhvítir en einungis 2 sólskinsstundir voru skráðar þar. Fyrir norðvestan og vestan var hins vegar óvenju úrkomulítið.
Annars má lesa ítarlegri greiningu á veðrinu í janúar í þar til gerðu yfirliti Veðurstofunnar sem er birt eftir hvern mánuð og má lesa hér.
Um bloggið
Birta Líf Kristinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 6230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athugasemd við annars skemmtileg kort. 12. jan. mældist mesti meðalvindhraði á Stórhöfða samkv. núgildandi mælireglu Veðurstofu Íslands 39,7 m/s og var sett á kort sem 40 m/s á korti í sjónvarpi skömmu síðar. Nú er sama orðið 39 m/s hjá þér. En samkv. þeirri mælingareglu sem var hér við líði frá 1968 til loka apríl s.l. þá var mesti 10 mín. vindhraði 12. janúar 2014 á Stórhöfða 40,817 m/s. Með kveðju.
Óskar J. Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 08:29
Sæll Óskar
Ég tók þessar upplýsingar úr gagnagrunni sjálfvirkra stöðva Veðurstofunnar á sunnudaginn. Nú gæti ég hafa lesið vitlaust út úr því eða einfaldlega námundað vitlaust niður. Ég skal athuga það og leiðrétta eftir því.
Bestu kveðjur
Birta
Birta Líf Kristinsdóttir, 11.2.2014 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.