6.3.2014 | 16:40
Ný skýjategund uppgötvuð?
Spennandi tímar eru mögulega að renna upp í skýjaflokkunarheiminum en WMO er að huga að nýjustu útgáfu Skýjaflokkunarbókar sinnar sem hefur verið gefin reglulega út síðan 1896. Nefndin sem stendur að uppfærslu bókarinnar hittist í nóvember síðast liðnum og gaf síðan út þessa skýrslu. Mesta spennan (að mínu mati) er möguleg viðbót nýs skýs sem stofnandi Cloud Appreciation Society, Gavin Pretor-Pinney, uppgötvaði, flokkaði og er búinn að berjast fyrir að verði bætt við. Þetta ský kallast Asperatus og má sjá á eftirfarandi myndum.
Í skýrslunni er m.a. sagt:
"10.8 Asperatus: 'Asperatus' is a visually distinctive cloud feature, which is not described by any of the current cloud classifications. In particular, it is not described by the variety 'undulatus'. The feature does not, in general, relate to macroscopic elements of clouds (Varieties) but does generally relate to microscopic elements (Supplementary Features). If the overall principles of Section 10.7 above were to be adopted, 'Asperatus' should be classified as a new Supplementary Feature. A description for the cloud feature given in Graeme Anderson's MSc dissertation is broadly acceptable, but requires some slight modification to emphasise its difference from undulatus. An appropriate, modified description is:
A formation made up of well-defined, wave-like structures in the underside of the cloud, more chaotic and with less horizontal organisation than undulatus. Asperatus is characterised by localised waves in the cloud base, either smooth or dappled with smaller features, sometimes descending into sharp points, as if viewing a roughened sea surface from below. Varying levels of illumination and thickness of cloud can lead to dramatic visual effects. "
"10.9 The feature is not considered to have any operational importance, but is visually distinctive. If adopted as a Supplementary Feature there would be no requirement to report it in the synoptic code."
Eins og segir í síðustu málsgreininni þá er skýið ekki talið vera þýðingarmikið fyrir spár og því er SYNOP kóðanum ekki breytt. Engu að síður er viðbót nýs skýs spennandi og ber að fagna ef þetta gengur eftir.
Um bloggið
Birta Líf Kristinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.