Hnattræn hlýnun - ný skýrsla og ráðstefna sjónvarpsveðurfræðinga

Á morgun kemur út annar hluti skýrslu IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) um hnattræna hlýnun í heiminum. Þetta er fimmta skýrslan sem samtökin gefa út (Assessment Report 5 – AR5 - en hér má sjá stutta samantekt).

 

Aðaltilgangur IPCC er að taka saman og meta stöðu vísindaþekkingar í heiminum á hnattrænni hlýnun, hver áhrifin eru, hættur í framtíðinni og hvað er hægt að gera. Samtökin sjálf sjá ekki um neinar rannsóknir og er öll vinna unnin í sjálfboðastarfi af vísindamönnum hvaðanæva að úr heiminum. Vísindamennirnir eru valdir eftir tilnefningum ríkisstjórna og samtaka sem eru í samstarfi við IPCC. AR5 skiptist í fjóra hluta:

 

13. IPCC AR5 timetable

 

 

 

 

1. Fyrsti hluti skýrslunnar var gefinn út í september 2013 og fjallar um vísindin (eðlis- og efnafræðina) á bak við hnattræna hlýnun. Í skýrslunni voru í fyrsta sinn gefnar upp tölur um hversu miklu má sleppa af gróðurhúsagastegundum (af mannavöldum) í andrúmsloftið áður en jörðin hlýnar um 2°C sem er talið vera mörk þess sem hún þolir. Árið 2011 var búið að sleppa 531 gígatonni en þessi hámarkstala er 1000 gígatonn.   

2. Annar hlutinn snýr að áhrifum hnattrænnar hlýnunar, hvaða samfélög eru mest berskjölduð og hvernig stjórnvöld geta brugðist við. Þó að skýrslan hafi bara verið kláruð í gær í Japan, hafa hlutar hennar lekið á netið í vetur og gefa til kynna að útlitið sé ekki mjög gott, að hnattræn hlýnun hafi áhrif alls staðar í heiminum.

3. Þriðji hluti skýrslunnar kemur svo út í apríl en þar er fjallað um hvernig megi draga úr áhrifum hnattrænnar hlýnunar.

4. Í október verður síðan nokkurs konar samantektar kafli gerður og verður skýrslan þá tilbúin í fullri lengd.



Ég er svo afskaplega heppin að fá að fara á ráðstefnu sjónvarpsveðurfræðinga í París sem WMO, IPCC, Méteo et Climat, ríkisstjórn Danmerkur og UN Foundation standa að. Sú ráðstefna byrjar á þriðjudaginn (daginn eftir að annar hluti skýrslunnar kemur út) en ég mun fljúga út á morgun. Helsti tilgangur hennar er að meta hvernig sjónvarpsveðurfræðingar geta komið skilaboðum skýrslunnar á framfæri við almenning. Það er óhætt að segja að ég er mjög spennt!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birta Líf Kristinsdóttir

Höfundur

Birta Líf Kristinsdóttir
Birta Líf Kristinsdóttir
Veðurfræðingur og áhugamanneskja um veður
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vetrarorð
  • Kl. 12 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 09 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 06 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 03 þ. 8. des - SYNOP

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband