9.1.2016 | 19:11
Orð um vetrarveður
Nú í byrjun janúar er tilvalið að minnast á nokkur af þeim fjölmörgu orðum sem við Íslendingar eigum um snjó. Ég tók saman nokkur af þeim og reyni hér að flokka þau og útskýra merkinguna, en ef einhver lumar á fleiri orðum er það vel þegið! :)
Snjór á jörðu
mjöll eða nýsnævi = nýfallinn snjór
lausamjöll = laus í sér
hjarn = harðfrosin snjóbreiða
harðfenni = þétt þjappaður snjór
skari = efsta lag snjóbreiðu er frosið
skafl = snjóþúfa
djúpur snjór = kafsnjór, kafald og kafaldi
kafaldshjastur = smágert kafald
bleytuslag = mjög blautur, djúpur snjór
krap eða blotasnjór = hálfbráðinn snjór
slabb = hálfbráðinn snjór
Skafrenningur = snjór sem fýkur með jörðu
háarenningur (yfir 2m)
lágarenningur (undir 2 m)
neðanbylur, skafald, skafkafald, snjófok, snjódrif og kóf
hægur vindur= fjúk, dauðafjúk, snjódrífa, drift, fjúkburður, fýlingur, bleytufjúk
mikill vindur = skafbylur, skafhríð,skafmold og skafningur
Ofankoma = hvers kyns úrkoma en oftast um snjókomu, él og slyddu
fannkyngi = mikil snjókoma
snjóburður
snjómugga = dálítil snjókoma, safnast ekki saman að ráði á yfirborði
hret = vetrarúrkoma þegar ekki er vetur (einkum vor og haust)
slitringur = slitrótt úrkoma
kóf = blanda af ofankomu, skafrenningi og miklum vindi
Snjókoma í hægum vindi
hundslappadrífa, skæðadrífa, logndrífa
fyrir vestan = kafaldsmyglingur, hjaldur, lognkafald eða ryk
Él = snjókoma með hléum og léttir til á milli
éljagangur
snjógangur = éljagangur eða snjókoma með hléum
snjóhraglandi og snjóbörlingur = kalsanæðingur með slyddu eða hagli
fukt = smáúrkoma eða él
moldél
Hríð = snjókoma í vindi
stórhríð = meðalvindur 16 m/s og ofankoma
blotahríð = slyddu- eða krapahríð
ofanhríð = mikil snjókoma án þess að skafi
hríðarkóf
renningshríð
fyrir norðan = kaskahríð, lenjuhríð (lítil hríð)
Bylur = stormur með ákafri snjókomu
blindbylur
kafaldsbylur
svælingsbylur
kófbylur
moldbylur = alveg svartabylur
blindöskubylur
Stormur = meðalvindur yfir 20 m/s
bálviðrisfroststormur
snjóstormur
Haglél = glærar eða mattar ískúlur
snæhagl = 2-5 mm í þvermál
hagldropi, haglsteinn, gráp
grjónabylur
Blautur snjór
slydda, bleytukafald, klessingur, slyttingur,
krapaskúraleiðingar = smákrapaskúrir hér og þar, lítils háttar úrfelli
Hér má sjá nokkur af þessum orðum sem voru hripuð á töflu í spásal Veðurstofunnar þegar lítið var að gera í veðrinu.
Um bloggið
Birta Líf Kristinsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 6230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hríðarbylur kom oft til tals í mínu uppeldi. Sá hann ekki í upptalningunni góðu.
Kv.eó
Erling Ólafsson (IP-tala skráð) 10.1.2016 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.