Veðuröfgar í heiminum í janúar 2014

Japanska veðurfræðistofnunin (Japan Meteorological Agency) tók saman helsta öfgaveðrið í heiminum í janúar 2014 og setti á skemmtilegt, gagnvirkt kort sem má nálgast hér á síðu Guardian. Þar má sjá helstu öfgarnar í hitastigi og úrkomu en ég verð að segja að ég sakna vindsins á þessu korti. Ísland er með í leiknum en á Höfn var hiti hár miðað við árstíma en ég fjallaði hér stuttlega um óvenjulega hlýtt tíðarfar á austanverðu landinu í janúar. 

Á kortinu má einnig sjá hina miklu úrkomu á Bretlandi, hitabylgjuna í Ástralíu, þurrkana við vesturströnd Bandaríkjanna og kuldakastið við austurströndina þar en allt hefur þetta verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Breska Veðurstofan gaf nýlega út skýrslu sem vildi meina að skotvindurinn ætti alla sök á þessu en ég mun jafnvel skrifa um þá skýrslu seinna. Einnig má sjá hlýindi í Alaska og Kína en minna hefur farið fyrir umfjölluninni á því.

 

Öfgakennt veður í janúar 2014 um allan heim. Hiti og úrkoma.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birta Líf Kristinsdóttir

Höfundur

Birta Líf Kristinsdóttir
Birta Líf Kristinsdóttir
Veðurfræðingur og áhugamanneskja um veður
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • vetrarorð
  • Kl. 12 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 09 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 06 þ. 8. des - SYNOP
  • Kl. 03 þ. 8. des - SYNOP

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband